Verslunin

Verslunin

Michelsen úrsmiðir reka elstu úraverslun landsins en í stórri og aðgengilegri verslun sinni á Hafnartorgi og í Kringlunni bjóða Michelsen úrsmiðir uppá eitt glæsilegasta úrval á Íslandi af armbandsúrum á öllum verðum. Mörg heimsþekkt gæðamerki má finna í verslunum Michelsen úrsmiða, en þar ber hæst að nefna flaggskip verslunarinnar; Rolex, en Michelsen úrsmiðir hafa verið einkaumboðsaðili Rolex á Íslandi frá árinu 1981.

TAG Heuer bættist svo við vöruúrval Michelsen úrsmiða þann 1. október 2015 en þann dag tókum þeir við sölu- og þjónustuumboði fyrir merkið á Íslandi.

Önnur tvö heimsþekkt gæðamerki sem í boði eru hjá Michelsen eru annars vegar Tudor og hins vegar Romain Jerome en þessi tvö merki hafa vakið gríðarlega athygli undanfarin ár og eru í mikilli sókn á heimsvísu.

Á 100 ára afmæli fyrirtækisins árið 2009 voru Michelsen úrin endurvakin eftir 70 ára framleiðsluhlé með sérstakri afmælisútgáfu og merkið í dag fer sístækkandi. Stórglæsileg armbandsúr þar sem samtvinnast mikil reynsla og þekking fagmanna innan Michelsen fjölskyldunnar en úrin eru framleidd með endingu og gæði að leiðarljósi að ónefndri góðri hönnun þar sem íslensk náttúra hefur veitt úrsmiðunum innblástur.

Gæðamerki á borð við Movado, Georg Jensen, Tissot, Arne Jacobsen og Jacques Lemans eru í boði á frábærum verðum og í ótrúlegu úrvali. Ótal merkjaúr má svo finna hjá Michelsen, þ.á.m. Michael Kors, Armani og Fossil ásamt Daniel Wellington, Skagen og Casio.

Í skarti bjóða Michelsen uppá handsmíðaða íslenska skartgripi í gulli og silfri á samkeppnishæfum verðum. Glæsilegir skartgripir hannaðir og smíðaðir af Ásu og Leifi Jónssyni fást í miklu úrvali. Hinir heimsfrægu skartgripir frá Georg Jensen eru einnig í boði hjá Michelsen, stílhrein og fáguð dönsk hönnun í 18 kt gulli með demöntum og öðrum eðalsteinum ásamt silfurlínunum Daisy og Moonlight Grapes gera Georg Jensen að góðri eign.

Starfsmenn Michelsen úrsmiða veita þér og þínum faglega og persónulega þjónustu.