Arne Jacobsen

Sýni 1 – 2 af 2 niðurstöðum
Árið 1942 hannaði danski arkitektinn og hönnuðurinn Arne Jacobsen Roman veggklukkuna fyrir ráðhúsið í Aarhus, árið 1956 fylgdi í kjölfarið hönnun á City Hall veggklukkunni fyrir ráðhúsið í Rødovre. Fimmtan árum síðar hannaði Arna Jacobsen svo Bankers veggklukkuna fyrir Seðlabanka Danmerkur. Arne Jacobsen hafði það sem venju að hanna allt frá byggingunni til skrautmuna innanhús og í dag eru þessar klukkur vel þekkt tákn fyrir húsin sem þær eru í. Þær þykja einnig sýna vel þá þróun sem varð í hönnun Arne Jacobsen á þessu tímabili. Árið 2009 fékk Rosendahl leyfi afkomenda Arne Jacobsen til að framleiða klukkur undir hans nafni og í framhaldinu endurskapaði hönnunarteymi Rosendahl þessar þekktu klukkur Arne Jacobsen. Markmiðið var að fanga þann anda sem Arne Jacobsen lagði í hönnun sína. Úkoman eru stórglæsilegar klukkur sem standa fyrirmyndunum fyllilega samanburð.